Sýningin

Volcano Express er glæný upplifun sem veitir einstaka innsýn í eldvirknina sem skilgreinir Ísland. Úr þægilegu sæti í Hörpu ferðu í ævintýraferð yfir eldvirkustu svæði landsins. Á ferðalagi þessu munt þú finna fyrir krafti jarðskjálfta, fá tilfinningu fyrir flugi og falli og finna fyrir hita hraunsins. Þetta er ómissandi tækifæri til að sjá landslag Íslands breytast og ummyndast á hátt sem áður var ekki hægt!

Áfangastaðir

Þú heimsækir þessa einstöku áfangastaði á Volcano Express ferðalaginu!
#1 stopp

Reykjavík

Vinaleg og friðsæl höfuðborg Íslands. Hér hefst og lýkur ferð okkar.
Sjá á Google Maps
#2 stopp

Esjan

Fræga fjallið í nágrenni Reykjavíkur sem býður upp á ótrúlegt útsýni yfir jarðhitasvæði og eldvirk svæði.
Sjá á Google Maps
#3 stopp

Hengill

Virkt eldfjall skammt frá Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Við nýtum eldvirkni þess í eina stærstu jarðvarmavirkjun heims.
Sjá á Google Maps
#4 stopp

Bláfjöll

Forn fjallakeðja og nú vinsælt skíðasvæði. Undir þessum hæðum er Þríhnúkagígur sem er eina aðgengilega kvikuhólfið í heiminum.
Sjá á Google Maps
#5 stopp

Keilir

Eldfjall sem gaus síðast á ísöld. Öflugir jarðskjálftar gerðu vart við sig árið 2021, rétt fyrir núverandi goshrinu á Reykjanesi.
Sjá á Google Maps

Eldfjallahjarta Íslands

Volcano Express ferðalagið fer með þig um suðvesturhluta Íslands, einn eldvirkasta hluta landsins. Reykjanesskaginn, sem enn er að myndast og breytast vegna eldgosa, er talinn einn yngsti staður á jörðinni og er nýstorknað hraunið sjónarspil sem enginn má láta fram hjá sér fara. Virkni svæðisins á rætur að rekja til staðsetning Atlantshafshryggsins; tektónísk flekaskil liggja beint í gegnum Ísland. Þar togast Evrasíuflekinn og Norður-Ameríkuflekinn í sundur sem veldur því að kvika rís upp á yfirborð jarðar.

Einstök upplifun

Volcano Express býður þér upp á einstakt ferðalag um kynngimagnað eldfjallalandslag landsins. Þú munt svífa yfir gjósandi eldfjöll og kafa niður í miðju jarðar til að sjá kraftinn í iðrum jarðarinnar sem hefur sett svip sinn á landið okkar. Nýjasta kvikmyndatækni veitir gestum okkar einstaka innsýn í eldsumbrot og náttúruperlur landsins. Þú finnur fyrir hita hraunsins, kulda íslenska vetrarins og krafti jarðskjálfta þökk sé hreyfisætum okkar.

Seiðandi landslagi er lyft á hærra plan með nútímatækni – við lofum ótrúlegri upplifun sem þú gleymir ekki. Komdu og finndu kraftinn!

Takk fyrir.

A magma river
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20