Miðasöluskilmálar

Til að tryggja það að öll geti notið viðburðarins er mælst til þess að gestir sýni öðrum gestum, sem og starfsfólki, almenna kurteisi í orðum og gjörðum. The Volcano Express áskilur sér rétt til að vísa fólki frá sem sýnir af sér ósæmilega eða ógnandi hegðun og fer ekki að reglum og öryggisleiðbeiningum sem gilda hjá The Volcano Express og í Hörpu.

Vinsamlegast farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað, það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftir á. Athugið eftirfarandi vel:

●       Er þetta rétt dagsetning?

●       Rétt tímasetning?

Með kaupum á miða samþykkir kaupandi að fylgja landslögum ásamt reglum og öryggisleiðbeiningum The Volcano Express á viðburðinum. Hafi miðakaupandi óþol, ofnæmi og/eða er viðkvæm/ur/t varðandi hávaða, ljós, snöggar hreyfingar í tækjum eða annað sem gera má ráð fyrir að komi upp á viðburðinum er það á ábyrgð miðakaupanda að kynna sér aðstæður áður en að viðburði kemur. Hver miðakaupandi tekur þátt í sýningunni á eigin ábyrgð. Ef miðakaupandi er með króníska bakverki, barnshafandi eða með kvilla sem sýningin The Volcano Express gæti valdið óþægindum, er viðkomandi bent á að velja miða á hjólastólasvæði til að upplifa sýninguna án hreyfinga í sætakerfi og upplifunar frá loftlagsáhrifakerfi.

Vinsamlega athugið að ekki er unnt að hleypa gestum inn í sal eftir að viðburður hefst. Við hvetjum miðahafa því til að mæta 10-15 mínútum fyrir sýningu.

Óheimilt er að koma með stórar töskur eða bakpoka inn í salinn.

Ekki er heimilt að áframselja miða með fjárhagslegum hagnaði. Ef miði er seldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir annan aðila en viðburðahaldara, er viðburðarhaldara heimilt að ógilda miðann.

Aldurstakmark á viðburðinn miðast við 4 ára aldur og hæð 100 cm.  Börn yngri en 12 ára skulu vera í fylgd forsjáraðila sem er eldri en 18 ára.

Til að tryggja öryggi gesta er öryggismyndataka í gangi á meðan sýningu stendur. Upptökur eru geymdar á öruggum stað í takmarkaðan tíma og aðgangur að þeim er mjög takmarkaður, nema þær séu nauðsynlegar vegna rannsóknar eða annarra lagalegra ástæðna.

The Volcano Express ábyrgist ekki áminningar um viðburðinn sem sendar eru með sms og/eða tölvupósti. Það er á ábyrgð kaupanda miða að halda utan um upplýsingar um dagsetningu og upphafstíma viðburðar.

Viðburðahaldari bera enga ábyrgð á persónulegum munum gesta fyrir, á meðan og/eða eftir að viðburði lýkur.

Miðasala Hörpu, sem sér um sölu á miðum fyrir viðburðarhalda, meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög. Sjá nánar í Persónuverndarstefnu Hörpu á harpa.is.

Endurgreiðsluskilmálar

Ef viðburður fellur niður þá er miðakaupendum boðnir sambærilegir miðar á næstu dagsetningu sé þess kostur eða full endurgreiðsla á miða.

Kaupandi að miða eða gjafakorti hefur 14 daga frá kaupum til þess að falla frá þeim og óska eftir endurgreiðslu. Þetta á við um öll miðakaup, hvort sem um er að ræða kaup af vef The Volcano Express/Hörpu/Tix eða í miðasölu Hörpu. Athugið, þetta á aldrei við um aðgöngumiða sem keyptir eru þegar minna en 14 dagar eru í viðburð.

Óski viðskiptavinur eftir endurgreiðslu á miða eða gjafakorti innan 14 daga frá kaupum þarf að senda beiðni í tölvupósti á midasala@harpa.is með nafni, netfangi, símanúmeri og upplýsingum um miðakaup. Ef skilyrði til endurgreiðslu eru uppfyllt þá eru miðakaupin endurgreidd innan 14 daga, með sama greiðslumiðli og notaður var við upphaflegu kaupin.

Almennt um gjafakort

Gjafakort The Volcano Express gilda í fjögur ár frá útgáfudegi.

Hægt er að nálgast gjafakort rafrænt, sækja í miðasölu Hörpu eða fá heimsent. Ekki er greitt sendingargjald fyrir heimsend kort.

Ekki er hægt að greiða fyrir gjafakort með öðrum gjafakortum.

Síðast uppfært 20. febrúar 2025

Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20
Show every 15 minutes
2.990 kr. / $20