Saga menningar
Þó svo að hugmyndin um íslenskt þjóðartónlistarhús hafi fyrst verið viðruð árið 1881 varð hún ekki að veruleika fyrr en Harpa opnaði dyr sínar árið 2011. Í dag er Harpa glæsilegasti viðburðastaður Reykjavíkur og miðpunktur íslensks menningarlífs. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska óperan og Stórsveit Reykjavíkur starfrækja öll starfsemi sína þaðan, auk þess sem Jazzklúbburinn Múlinn og Klassískir Sunnudagar halda hér viðburði reglulega.
Það finna allir eitthvað við sitt hæfi í Hörpu, allan ársins hring. Viðburðadagatalið er stútfullt af spennandi viðburðum í boði íslenskra og alþjóðlegra flytjenda, hvort sem það eru tónleikar, leiksýningar, danssýningar, ráðstefnur eða eitthvað allt annað.
Verðlaunahönnun
Segja má að Harpa sé gimsteinn í sjávarútsýniskrónu Reykjavíkur. Að utan er stór og margbrotinn glerhjúpur sem endurvarpar ljósi og að innan finnur þú tónleikasalinn Eldborg sem býr yfir einum besta hljómburði heims. Hönnun Hörpu var samvinnuverkefni listamannsins Ólafs Elíassonar, danska arkitektsins Henning Larsen og Batterísins Arkitekta, ásamt hljómburðarráðgjöfum Artec og segja má að vel hafi tekist til. Meðal verðlauna sem hönnun Hörpu hefur unnið eru Heimsarkitektúrverðlaunin árið 2010, Best Performance Space Design Award Travel+Leisure árið 2011 og USITT arkitektúrverðlaunin árið 2018. Hún hefur einnig verið viðurkennd af Gramophone sem ein af tíu bestu tónleikahöllunum sem reistar voru á þessari öld.
Heimili Volcano Express
Við höfum valið Hörpu sem heimkynni Volcano Express, líkt og fjölmörg önnur flott fyrirtæki. Við erum stolt að standa með mörgum af fremstu menningarstjörnum Íslands hér á Austurbakka. Komdu að heimsækja okkur, við erum staðsett á hæð K2.

Heimsókn í Hörpu
Þú finnur Hörpu norðan við miðborg Reykjavíkur, stutt frá Laugavegi og Ingólfstorgi. Ef þú ætlar að heimsækja okkur er tilvalið að gera úr því dagsferð! Auk menningarviðburða og sýninga hýsir Harpa tvo veitingastaði, Hnoss og La Primavera, auk Rammagerðarinnar, verslunar sem selur alls konar muni og gjafavöru frá íslenskum hönnuðum og handverksfólki. Hingað er auðvelt að komast með alls konar samgöngumátum, hvort sem það er gangandi, með strætó, rafskútu, hjóli eða bíl. Þú finnur allar nánari leiðbeiningar um það á staðsetningarsíðunni okkar.
Harpa er aðgengileg fyrir fólk með skerta hreyfigetu og er með sæti fyrir hreyfihamlaða í öllum sínum salarkynnum.