Aðgengi
Hér finnur þú upplýsingar um hvað við erum að gera til að allir okkar gestir geti notið upplifunarinnar á sem þægilegastan hátt.
01Almennar upplýsingar
Með hliðsjón af ofangreindu getur verið að sýningin henti ekki öllum. Aðilar sem eru með viðvarandi bakverki eða barnshafandi ættu frekar að velja að sitja á svæði fyrir hreyfihamlaða.
02Aðgengi fyrir hjólastóla
Harpa er með mjög gott aðgengi fyrir hjólastóla, greiður aðgangur á jarðhæð og í gegnum bílakjallara og lyfturnar eru rúmgóðar.
03Aðstoð
04Leiðsögu- og hjálparhundar
Hafa skal í huga að hugsanlega kann Volcano Express sýningin í allri sinni dýrð ekki að henta fyrir hunda og því gæti hundurinn þurft að vera fyrir utan salinn á meðan sýningu stendur.
05Frekari spurningar?
Algengar spurningar?
Það er gott aðengi fyrir hjólastóla í sýningarsalinn og sér svæði í salnum fyrir hjólastóla. Einnig er mjög gott aðgengi í Hörpu fyrir þá sem eru í hjólastól, rúmgóðar lyftur og auðvelt aðgengi án þröskulda.
Við mælum ekki með því að aðilar með skerta hreyfigetu, viðvarandi bakverki eða eru barnshafandi séu í hreyfanlegu sætunum. Við erum með sér svæði í salnum fyrir þá gesti sem kjósa að njóta upplifunarinnar án hreyfingar.
Það er bílakjallari undir Hörpu og gestir sem koma inn á hæð K2 koma beint að sýningarsal Volcano Express.
Harpa er með salernisaðstöðu á hverri hæð. Ef þú átt erfitt með að finna næsta salerni þá spyrðu starfsfólk Hörpu eða Volcano Express um aðstoð.
Í Hörpu eru leiðsögu- og hjálparhundar velkomnir. Ef mögulegt er skal hundurinn vera með múl eða skýrt merktur sem leiðsöguhundur/hjálparhundur, til dæmis með beisli eða vesti.
Ef þú þarft frekari aðstoð eða upplýsingar fyrir heimsókn þína í Volcano Express þá eru okkar vinalega starfsfólk alltaf tilbúið að aðstoða. Sendu okkur skilaboð á info@volcanoexpress.is með allar þínar fyrirspurnir.