Staðsetning

Harpa
Austurbakki 2,
101 Reykjavík
Austurbakki 2,
101 Reykjavík
Harpa
Austurbakki 2,
101 Reykjavík
Austurbakki 2,
101 Reykjavík
Þú finnur Volcano Express inni í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi Reykjavíkur. Komdu inn um aðalinnganginn, við erum á K2-hæð.
Hvernig kemst maður í Volcano Express?
Fótgangandi
Reykjavík er mjög aðgengileg fyrir gangandi vegfarendur. Harpa er staðsett í hjarta borgarinnar við sjávarsíðuna og horfir yfir Faxaflóa. Hingað er stutt ganga frá öllum helstu kennileitum borgarinnar, þar á meðal Laugavegi og Austurvelli.
Á hjóli eða rafskútu
Ef þú kemur á hjóli, þá eru hjólastæði á austurhlið Hörpu og í bílageymslunni niðri. Þú getur einnig leigt rafskútu og lagt henni fyrir utan tónlistarhúsið. Þú þarft bara að vera með app eins og Hopp eða Zolo til að leigja.
Hop-On Hop-Off strætó
Langar þig að sjá meira af borginni? Prófaðu þá Hop-On Hop-Off strætóinn í Reykjavík! Þú kaupir einfaldlega 24 eða 48 tíma passa og færð að sjá öll helstu kennileiti borgarinnar. Það er þægileg stoppistöð rétt fyrir utan Hörpu.
Almenningssamgöngur
Harpa er í fimm mínútna göngufjarlægð frá Lækjartorgi, miðstöð almenningssamgangna í Reykjavík. Þú getur tekið strætó hvaðan sem er í borginni til að til að komast í Hörpu. Þú getur skipulagt ferðina þína á heimasíðu Strætó.
Með bíl
Við mælum alltaf með því að koma í Hörpu á vistvænan hátt. En ef þú kemur á bíl er nóg af bílastæðum í kjallara tónlistarhússins.